Næstkomandi fimmtudag hefjast foreldramorgnar á ný í Grafarvogskirkju.
Þessar stundir eru ætlaðar foreldrum og ungum börnum þeirra. Þetta eru
rólegar stundir þar sem foreldrar hittast og eiga samverustund með börnum
sínum og öðrum foreldrum.
Umsjón með foreldramorgnum hefur Linda Jóhannsdóttir
Hlökkum til að sjá ykkur!