Af óviðráðanlegum orsökum verður sorgarhópnum, sem átti að hefjast 19. nóvember, frestað þar til í janúar. Nánari upplýsingar birtast á heimasíðunni eftir áramót.
12. desember 20:00 verður aðventusamvera í Grafarvogskirkju fyrir öll þau er misst hafa. Að samverunni standa Þjóðkirkjan, Landspítalinn og Karítas, heimahjúkrun. Nánari upplýsingar um samveruna munu birtast á heimasíðunni þegar nær dregur.