Uppskerumessa í kirkjunni kl. 11:00 og uppboð á eftir. Séra Guðrún Karls Helgudóttir þjónar ásamt messuþjónum og fermingarbörnum. Hákon Leifsson er organisti og kór kirkjunnar syngur.
Að messu lokinni verður boðið upp á kaffi og uppskera sumarsins boðin upp með tilheyrandi fjöri. Ágóðinn mun renna í til söfnunar Þjóðkirkjunnar fyrir línuhraðli á Landspítalann. Ef þú getur gefið „uppskeru“ (t.d. sultu, grænmeti, ávexti, kaftöflur, brauð, kökur eða eitthvað annað) væri það vel þegið. Gott er að hafa með sér aur ef þú vilt taka þátt í uppboðinu því ekki verður tekið við kortum.
Sunnudagaskólar í kirkjunni og í Borgarholtsskóla kl. 11:00.
Umsjón með sunnudagaskólanum í kirkjunni hefur Þóra Björg Sigurðardóttir, æskulýðsfulltrúi og undirleikari er Stefán Birkisson.
Umsjón með sunnudagaskólanum í Borgarholtsskóla er Ásthildur Guðmundsdóttir.
Velkomin!