Sameiginleg útiguðsþjónusta að Nónholti kl. 11.00 ásamt Árbæjar- og Grafarholtssöfnuði.
Pílagrímaganga frá kirkjunni kl. 10:30!
Nónholt er fallegur skógarreitur innst í Grafarvogi rétt við Vog, sjúkrahús SÁÁ.
Hægt er að leggja bíl í nágreni við SÁÁ eða taka þátt í göngunni sem tekur um 20 mínútur þar sem stoppað verður nokkrum sinnum á leiðinni, lesið í ritningunni og íhugað.
Prestar safnaðanna þjóna en séra Sigríður Guðmarsdóttir, prestur í Grafarholtsskókn, prédikar.
Fólk á og dýr á öllum aldri eru velkomin og eftir messu verður boðið upp á grillaðar pylsur!