Þann 20. maí voru 95 ár liðin síðan Siglufjarðarkaupstaður, fékk sín kaupstaðarréttindi. Það bendir á að 100 ára afmæli kaupstaðarins, er í mikilli nánd.
Siglfirðingafélagið heldur sinn árlega fjölskyldudag í Grafarvogskirkju næstkomandi sunnudag 26. maí. Fjölskyldudagurinn hefst með hátíðarguðsþjónusta kl.14.00.
Hugleiðingu flytur Siglfirðingurinn Þóra Guðmundsdóttir oft ,kennd við flugfélagið Atlanta. Hátíðarsöngvar séra Bjarna Þorsteinssonar „föður Siglufjarðar“ verður flutt í messunni. Bronsstytta sem hefur verið gerð af honum og svo nefnt „Bjarnatorg“, verður vígt við lok Þjóðlagahátíðar þann 7. júlí næstkomandi. Gefendur eru afabarn séra Bjarna, Arnold Bjarnason og Siglfirðingurinn Páll Samúelsson.
Styttan af séra Bjarna verður til sýnis í Grafarvogskirkju á fjölskyldudegi Siglfirðingafélagsins í Hátíðarkaffisamsæti Siglfirðingafélagsins.
Siglfirðingar „nær og fjær“ eru boðnir velkomnir.