Vorferð fyrir börn úr barnastarfi Grafarvogskirkju verður fimmtudaginn 2.maí í stað mánudags 29.apríl.
Breytingin varð gerð til þess að hægt sé að leggja af stað kl.15:00 frá Grafarvogskirkju.
Vorferðin er fyrir börn úr 6-9 ára starfi og 10-12 ára starfi Grafarvogskirkju.
Ferðinni er heitið upp í Vatnaskóg og verður ýmislegt skemmtilegt í boði fyrir börnin. Þar má hefna hoppukastala, leiki í íþróttahúsi og gönguferð um skóginn. Börnin fá svo pítsu í kvöldmat.
Vorferðin verður því fimmtudaginn 2.maí. Farið verður með rútu frá Grafarvogskirkju kl.15:00 og komið heim í Grafarvogskirkju kl. 20:00 sama dag.
Það mun fullt af frábærum leiðtogum slást í för með okkur í þessa ferð upp í Vatnaskóg.
Verð fyrir hvert barn er 4.500 kr.
Skráning fer fram á thora@grafarvogskirkja.is
Síðasti skráningardagur er 29.apríl.