Nýtt starf er hafið á vegum kirkjunnar og KFUM & KFUK í Víkurskóla í Grafarvogi. Þetta starf verður þriðjudaga kl.17:00-18:00 fyrir 6-9 ára krakka í hverfinu. Ákveðið var að bæta við starfsemi fyrir þennan aldur til að koma til móts við þá miklu eftirspurn sem er í hverfinu eftir kristilegu starfi fyrir þennan aldur.
Dagskráin verður fjölbreytt og skemmtileg, en auk hennar verður áhersla lögð á hæfileika barnanna á hverjum fundi. Markmiðið er að börnin fái að sýna hæfileika sína einu sinni í mánuði í hátíðarsal Borgarholtsskóla í messu sem er sérstaklega ætluð fyrir þau.
Þóra Björg Sigurðardóttir, Matthías Guðmundsson og Daria Rudkova munu hafa umsjón með hópnum, en þau hafa öll mikla reynslu af barnastarfi kirkjunnar og KFUM & KFUK.
Dagskráin er eftirfarandi:
19.febrúar – Leikir og fjör
26.febrúar – Orrusta
5.mars – Náttfatapartý
12.mars – Ratleikur
19.mars – Fáránleikar
2.apríl – Föndur
Hlökkum til að sjá sem flesta!
Kær kveðja,
Leiðtogar