Í 6-9 ára starfinu í dag kl.17:30-18:30 verður náttfatapartý. Þá mæta börnin annað hvort í náttfötum eða koma með þau með sér. Það verður sungið, dansað og farið í leiki á borð við limbó og stoppdans.
Í æskulýðsfélaginu (8-10.bekkur) í kvöld kl. 20:00-21:30 verður pizzuratleikur. Þá verður búið að fela hráefni í pizzu víðsvegar um hverfið og leita krakkarnir að því í hópum. Síðan þegar allt hráefni er fundið verður slegið til pizzuveislu. Það þarf að koma með 500 kr fyrir pizzu og gosi, en 400 kr ef hann/hún vill bara pizzu.
Hlökkum mikið til að sjá ykkur!
Kær kveðja,
Leiðtogar