Leiðtogamessan:
Prestur:  Lena Rós Matthíasdóttir

Organisti:  Hilmar Örn Agnarsson
Kór Grafarvogskirkju leiðir safnaðarsöng

Messuþjónar lesa ritningarlestra

Sunnudagaskólinn:
Umsjón hefur Þóra Björg Sigurðardóttir. Prestur: Guðrún Karls Helgudóttir. Undirleikur: Stefán Birkisson.

Nú er allt barna- og unglingastarf komið á fullt í kirkjunni og þú ert velkomin/n!

Örþing í hádeginu

Messan verður tileinkuð leiðtogum úr nærumhverfi okkar og boðað til örþings í hádeginu af því tilefni.  Allir leiðtogar við kirkjuna, vígðir sem óvígðir, úr öllum þáttum starfsins eru boðaðir til messunnar og lítum við á viðburðinn sem upptakt starfsins á nýju ári.

Örþingið í hádeginu er opið öllum þeim sem áhuga hafa á leiðtogafræðum, hvort heldur sem viðkomandi gegnir stöðu leiðtoga eða hefur hug á að tileinka sér leiðtogahlutverkið.  Erindið sem flutt verður byggir á Þjónandi forystu og gagnast jafnt fyrir hið opinbera sem hið persónulega líf.   Boðið verður upp á léttan hádegisverð.  Dagskrá lýkur um kl. 13:00.  Þau sem hyggjast taka þátt í örþinginu eru beðin að skrá sig á srlenaros@grafarvogskirkja.is svo hægt sé að gera áætlanir varðandi matinn.  Vinsamlega látið vita fyrir hádegi á laugardag!