Biblían er ekki bara hafsjór af mannlegri reynslu og speki aldanna, í henni má finna áhugaverðar ferðalýsingar. Við ætlum að hittast nokkur kvöld og skoða Þessalonikubréfin, rýna í ferðir Páls postula og kynna okkur lífið í þeim borgum sem hann sótti heim.
Þórður Guðmundsson, Cand.theol. mun leiða okkur um þennan spennandi heim Biblíunnar á hverju miðvikudagskvöldi kl. 20:00. Komdu með í kvöld!