Grafarvogskirkja
Guðsþjónusta tileinkuð gróskunni í Grafarvogssöfnuði kl. 11:00. Séra Lena Rós Matthíasdóttir þjónar ásamt messuþjónum. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Hákonar Leifssonar. Hádegismatur og kynning á fjölbreyttu fullorðinsstarfi kirkjunnar verður eftir messu. Nánari upplýsingar eru að finna hér neðar á síðunni.
Sunnudagaskóli á neðri hæð kl. 11:00. Umsjón hafa Þóra Björg Sigurðardóttir og séra Vigfús Þór Árnason. Undirleikari er Stefán Birkisson.
Borgarholtsskóli
Englamessa kl. 11:00. Séra Guðrún Karls Helgudóttir þjónar ásamt messuþjónum. Hilmar Örn Agnarsson er organisti og félagar úr Kammerkór Grafarvogssafnaðar syngja. Fermingarbörn eru velkomin til altaris.
Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjá Gunnfríðar Tómasdóttur.
Velkomin!