Sunnudaginn 14. október kl. 11:00 verður guðsþjónusta tileinkuð gróskunni í Grafarvogssöfnuði. Eftir guðsþjónustu verður kynning á því fjölbreytta starfi sem framundan er. Boðið verður upp á hádegisverð og er skráning í matinn á srlenaros@grafarvogskirkja.is
Eftir matinn hlustum við á örerindi sem ber yfirskriftina: ,,Köllun – Þjónusta – forysta“ og í framhaldi af því munu leiðtogar kirkjunnar kynna eftirfarandi hópastarf:
Yndisleshópur – Söguhópur – Pílagrímahópur – Biblíuleshópur – Leshópur um ,,grænt“ líferni – Leshópur um Þjónandi forystu – Hópur um vísindi og trú – Biblefriends (bible study group for people with icelandic as a second language) – Kvikmyndaklúbbur og Prjónaklúbbur