Grafarvogskirkja
Uppskerumessa í kirkjunni kl. 11:00 – Barn verður skírt og Stúlknakór Reykjavíkur í Grafarvogi syngur. Séra Guðrún Karls Helgudóttir þjónar ásamt messuþjónum og fermingarbörnum. Oraganisti er Hákon Leifsson.
Eftir messu verður kirkjukaffi og uppboð. Þar verður „uppskeran“ boðin upp og mun ágóðinn renna til söfnunar Kvennaathvarfsins fyrir stærra húsnæði.
Sunnudagaskóli verður á neðri hæð kirkjunnar á sama tíma. Umsjón hafa Þóra Björg Sigurðardóttir og sr. Vigfús Þór Árnason. Undirleikari er Stefán Birkisson.
Borgarholtsskóli
Haustmessa kl. 11:00 – Séra Bjarni Þór Bjarnason þjónar ásamt messuþjónum og fermingarbörnum. Vox Populi syngur undir stjórn Hilmars Arnar Hilmarssonar.
Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjá Gunnfríðar Tómasdóttur.
Velkomin!