Fimmtudaginn 20. september kl. 20:00 verður opin stund með erindi um sorg og sorgarviðbrögð í Grafarvogskirkju. Erindið verður flutt af sr. Lenu Rós Matthíasdóttur og er sérstaklega ætlað foreldrum látinna barna.
Í kjölfarið verður viðstöddum boðið að skrá sig í samfylgdarhóp sem mun hittast á hverju fimmtudagskvöldi kl. 20:00-22:00. Lokasamvera verður fimmtudagskvöldið 1. nóvember. Verið hjartanlega velkomin!