Fimmtudagskvöldið 1. mars kl. 20.30 verður fræðslukvöld Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð í safnaðarheimili Háteigskirkju. Umfjöllunarefni kvöldsins er barnsmissir.
Barnsmissir telst til þyngstu áfalla sem fólk verður fyrir í lífinu. Sorgin eftir slíkan missi hverfur aldrei en mikilvægt er að vinna með hana. sú vinna felst í því að reyna að lifa við slíkan missi, – missi sem enginn getur nokkurn tímann orðið sáttur við.
Í kjölfar fyrirlestrar sr. Vigfúsar fer af stað stuðningshópur fyrir foreldra sem hafa misst barn. Hópurinn byrjar strax vikuna eftir fræðslufundinn. Fyrirlesari er sr. Vigfús bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur á barnadeild Landspítalans.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]