Það er aldrei auðvelt að skilja og að halda því fram að skilnaður sé auðveldasta leiðin er byggt á mikilli vanþekkingu og fordómum. Það tilfinningaferli sem fer í gang hjá fólki sem skilur er ekki ólíkt því sem á sér stað hjá þeim sem missir maka sinn. Þetta ferli kallast sorg. Það er misjafnt hvað fólk syrgir við skilnað því þótt allir syrgi ekki fyrrverandi maka sinn þá getur fólk syrgt það líf sem það átti (fjölskyldulífið, hjónabands/sambúðarlífið) eða vonir um líf sem aldrei varð.
Lífinu lýkur þó sannarlega ekki eftir skilnað! Oft eru þýðir skilnaður betra líf, betri líðan fyrir flest eða öll í umhverfi parsins og fyrir þau sjálf.
Sjálfstyrkingarnámskeiðið verður byggt upp á svipaðan hátt og sorgarhópar. Það hefst á opnum fyrirlestri og kynningu og þar getur fólk skráð sig í hóp. Námskeiðið tekur síðan fimm kvöld og er haldið í lokuðum hópum þar sem gert er ráð fyrir að þátttakendur séu með allan tímann.
Námskeiðið hefst með kynningu þriðjudaginn 14. febrúar kl. 20:00
Velkomin/n!
[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]