Grafarvogskirkja:
Sunnudagaskóli kl. 11:00. Umsjón hefur Gunnar Einar Steingrímsson djákni. Þetta er síðasti sunnudagaskólinn sem Gunnar Einar hefur umsjón með áður en hann heldur til nýrra starfa í Noregi.
Messa kl. 11:00. Fermingarbörn úr Engjaskóla og Rimaskóla eru sérstkalega boðin velkomin ásamt fjölskyldum sínum. Séra Vigfús Þór Árnason og Guðrún Karlsdóttir þjóna ásamt messuþjónum. Organisti er Hákon Leifsson. Kór kirkjunnar syngur. Eftir messu verður stuttur fundur með fermingarbörnum og foreldrum þar sem farið verður yfir ferminguna og undirbúnin hennar.
Guðsþjónusta kl. 14:00. Gunnar Einar Steingrímsson verður kvaddur og eru öll þau er vilja kveðja hann sérstaklega kvött til þess að mæta. Allir prestar safnaðarins þjóna ásamt Gunnari. Organisti er Hákon Leifsson. Kór kirkjunnar syngur.
Borgarholtsskóli:
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00. Séra Lena Rós Matthíasdóttir og Linda Jóhannsdóttir þjóna. Organisti er Guðlaugur Viktorsson.