Dagur orðsins í Grafarvogskirkju
er að þessu sinni tileinkaður Matthíasi Johannessen. Dagskráin hefst kl. 10:00 með þremur erindum um Matthías. Flytjendur eru Ástráður Eysteinsson prófessor, Dr. Gunnar Kristjánsson prófastur og Gunnar Eyjólfsson leikari sem flytur ljóðið „Hrunadansinn“. Í guðsþjónustunni þjóna sr. Vigfús Þór Árnason, sr. Lena Rós Matthíasdóttir og sr. Sigurður Grétar Helgason. Matthías Johannessen flytur hugvekju. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Hákonar Leifssonar organista. Undirleikarar eru Carl Möller og Guðmundur Steingrímsson og Gunnar Guðbjörnsson syngur einsöng. Pálmi Gestsson leikari flytur ljóð.
Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu.
Sunnudagaskóli kl. 11:00 á neðri hæð kirkjunnar. Umsjón hafa Gunnar Einar Steingrímsson djákni, sr. Guðrún Karlsdóttir, Linda Jóhannsdóttir og Stefán Birkisson.
Fjölskylduguðsþjónusta í Borgarholtsskóla kl. 11:00
Kristinboðarnir, Kristján Þór Sverrisson og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir leiða stundina ásamt Þóru Björg Sigurðardóttur og Hólmfríði Frostadóttur.