Þann 3. nóvember Kl.19 verður opið hús í safnaðarheimili Háteigskirkju og sama kvöld, Kl. 20. 30 munu þær Ásdís Káradóttir, hjúkrunarfræðingur og Hulda Guðmundsdóttir, guðfræðingur halda fyrirlestur um makamissi. Í framhaldi af fyrirlestrinum fara af stað tveir stuðningshópar:
Að missa maka í blóma lífsins. Safnaðarheimili Háteigskirkju fimmtudagskvöld kl. 20. Byrjar 10. nóvember og verður vikulega fram að jólum. Hulda Guðmundsdóttir leiðir hópinn.
Að missa maka á fullorðinsárum. (í samvinnu við Krabbameinsfélagið og ellimálanefnd þjóðkirkjunnar) Húsi Krabbameinsfélagsins Skógarhlíð 8 kl. 16:30 á mánudögum. Byrjar 7. nóvember og verður vikulega í sex skipti. Ásdís Káradóttir og Hulda Guðmundsdóttir leiða hópinn.