Á þjóðhátíðardegi Íslendinga bjóða kristin trúfélög til sameiginlegrar bæna- og samverustundar í Hallgrímskirkju. Beðið verður fyrir landi og þjóð, forystufólki og fjölskyldum, atvinnulífi og einingu. Á milli bæna verða sungnir söngvar úr sameiginlegum arfi kristinnar kirkju á Íslandi og einnig verður sögustund með börnunum. Allir eru velkominr á bænastundina á Skólavörðuholtinu sem hefst kl. 16 og stendur yfir í um 40 mínútur.
Fyrir hönd Friðrikskapellusamfélagsins og Samstarfsnefndar kristinnna trúfélaga á Íslandi,
María Ágústsdóttir.