Sjöunda árið í röð lesa alþingismenn og ráðherrar úr Passíusálmunum í Grafarvogskirkju alla virka daga föstunnar. Hver lestur hefst kl. 18:00 og tengist stuttri helgistund í kirkjunni, sem tekur um fimmtán mínútur.
Þessar stundir hafa verið nefndar „Á leiðinni heim“ og eru hugsaðar þannig að fólk geti komið við í kirkjunni á leiðinni heim til sín að loknum vinnudegi.
Hér fylgir listi yfir öll skiptin, þ. e. 31 skipti með jafnmörgum þingmönnum og ráðherrum.
Ráðherrar og þingmenn lesa úr Passíusálmunum
Steingrímur J. Sigfússon 9. mars
Atli Gíslason 10. mars
Magnús Orri Schram 11. mars
Skúli Helgson 14. mars
Ásta R. Jóhannesdóttir 15. mars
Birgir Ármannsson 16. mars
Einar K. Guðfinnsson 17. mars
Unnur Brá Konráðsdóttir 18. mars
Guðbjartur Hannesson 21. mars
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir 22. mars
Guðlaugur Þór Þórðarson 23. mars
Guðmundur Steingrímsson 24. mars
Þorgerður K. Gunnarsdóttir 25. mars
Eygló Harðardóttir 28. mars
Illugi Gunnarsson 29. mars
Jónína Rós Guðmundsdóttir 30. mars
Katrín Jakobsdóttir 31. mars
Sigmundur Ernir Rúnarsson 1. apríl
Ólína Þorvarðardóttir 4. apríl
Árni Johnsen 5. apríl
Ölöf Nordal 6. apríl
Pétur H. Blöndal 7. apríl
Ragnheiður Ríkharðsdóttir 8. apríl
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 11. apríl
Oddný G. Harðardóttir 12. apríl
Álfheiður Ingadóttir 13. apríl
Vigdís Hauksdóttir 14. apríl
Lilja Rafney Magnúsdóttir 15. apríl
Tryggvi Þór Herbertsson 18. apríl
Sigurður Kári Kristjánsson 19. apríl
Árni Páll Árnason 20. apríl