Á námskeiðinu er foreldrum kennt hvernig nota má söng og tónlist til að auka tengsl við börnin og örva þroska þeirra, en rannsóknir hafa sýnt að tónlist hefur góð áhrif á tilfinninga- og hreyfiþroska barna. Þannig verður námskeiðið skemmtileg og lærdómsrík upplifun, bæði fyrir börn og foreldra.
Í kennslunni er einkum nýttur tónlistararfur kirkjunnar, en einnig sungnar þekktar vísur, hrynleikir og þulur. Það er leikið á bjöllur og hristur, sungið, ruggað og dansað og þannig aukið við tónlistarlega upplifun barnanna. Það krefst ekki sérkunnáttu foreldra að syngja fyrir börnin sín. Fyrir þitt barn er þín rödd það alfallegasta í öllum heiminum, alveg sama hvernig hún hljómar.
Námskeiðið er fjögur skipti og fer fram í Grafarvogskirkju á þriðjudagsmorgnum og hefst þriðjudaginn 18.janúar klukkan 10.30.
Hver stund stendur í um 50 mínútur en boðið verður upp á kaffisopa og spjall að stund lokinni. Námskeiðsgjald er krónur 3000.
Umsjón með námskeiðinu hefur Berglind Björgúlfsdóttir söngkona og barnakórstjóri.
Skráning fer fram í síma Grafarvogskirkju 587-9070 eða með tölvupósti á netfangið gunnar@grafarvogskirkja.is .