Aðventan og jól eru oftast erfiður tími fyrir þá sem syrgja. Hinar margvíslegu jóla- og fjölskylduhefðir sem tengjast þessum árstíma gera sorgina og missinn jafnvel sárari þegar skarð hefur verið höggvið í hópinn.
Mörg undanfarin ár hafa Landspítalinn, Þjóðkirkjan, Karitas, hjúkrunar- og ráðgjafarþjónusta og nú síðast Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð staðið fyrir samveru sérstaklega ætlaða þeim sem hafa misst ástvin og vilja staldra við á aðventunni. Að þessu sinni verður samveran er fyrir alla fjölskylduna og opin öllum.
Dagskrá:
Valgerður Hjartardóttir, djákni og sr. Halldór Reynisson leiða samveruna
Sr. Halldór Reynisson flytur hugvekju
Jólasálmar
Tónlist: Hákon Leifsson organisti
Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur.
Minningarstund; ljós tendruð til að minnast látinna ástvina
Veitingar
Samveran er túlkuð á táknmál: Sr. Miyako Þórðarson og Margrét Baldursdóttir, táknmálstúlkur.
Starfsfólk frá eftirtöldum aðilum taka þátt í samverunni:
Karitas, hjúkrunar- og ráðgjafarþjónustu
Landspítala háskólasjúkrahúsi
Nýrri dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð
Þjóðkirkjunni