Íbúar í Grafarvogssöfnuði hafa margir tekið sig til og heklað smekki
handa börnum sem skírð eru í söfnuðinum.
Eldri borgarar sem hittast í kirkjunni einu sinni í viku riðu á vaðið en nú býðst öllum, sem áhuga hafa, að vera með.
Á laugardaginn verður haldinn „Hekldagur“ í kirkjunni kl. 10:00-13:00 þar sem öllum sem áhuga hafa gefst tækifæri til að hekla smekki í góðu samfélagi.
Hugsunin að baki þessu er að hin eldri gefi þeim yngri um leið og þau er boðið velkomin í samfélag kristinna. Prestar safnaðarins munu afhenda smekkina við skírnarathafnir.
Sælla er að gefa en að þiggja. Viltu vera með?
Uppskriftir verða á staðnum og garn á vægu verði.
Leiðsögn í boði fyrir alla.
Ef þú átt heklunálar nr. 2.5 eða 3 þá máttu taka þær með.
Heklum saman!