Nú hefjast guðsþjónustur í Borgarhotsskóla og sunnudagaskólinn á ný!
Í vetur verða guðsþjónustur alla sunnudaga í Borgarholtsskóla. Sú nýbreytni verður í vetur að aðeins einn sunnudagaskóli verður starfandi í Grafarvogssöfnuði og hann verður á neðri hæð kirkjunnar. Umsjón með honum hafa Gunnar Einar Steingrímsson, djákni og prestar safnaðarins.
Borgarhotsskóli: Guðsþjónusta kl. 11:00. Séra Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar ásamt messuþjónum. Guðlaugur Viktorsson spilar og Vox Populi leiðir söng.
Grafarvogskirkja: Guðsþjónusta kl. 11:00. Fermingarbörn úr Borgaskóla, Víkurskóla og Engjaskóla eru sérstaklega boðin velkomin ásamt fjölskyldum sínum og beðin um að taka með sér góðgæti á hlaðborðið. Dregið verður um fermingardaga í guðsþjónustunni og eftir hana verður fundur með fermingarbörnum og foreldrum þeirra.
Séra Vigfús Þór Árnason og séra Lena Rós Matthíasdóttir þjóna ásamt messuþjónum. Hákon Leifsson spilar og kór kirkjunnar leiðir safnaðarsöng.
Sunnudagaskóli í Grafarvogskirkju kl. 11:00. Gunnar Einar Steingrímsson og Séra Guðrún Karlsdóttir leiða.