Sunnudaginn 18. júlí kl. 11:00 verður sameiginleg útiguðsþjónusta Grafarholts-, Árbæjar- og Grafarvogssafnaða. Munu söfnuðurnir leggja upp í pílagrímagöngu, hver frá sinni kirkju og mætast á Nónholtinu kl. 11:00. Við í Grafarvoginum ætlum að hittast við kirkjuna okkar kl. 10:00 og leggja upp í pílagrímagöngur þaðan. Hægt verður að velja í milli tveggja leiða, styttri eða lengri hringinn um voginn. Pílagrímaganga er helgiganga og verður lesinn texti á völdum stöðum á leiðinni. Fyrir þau sem erfitt eiga um gang, er hægt að aka niður að meðferðarheimilinu Vogi, og ganga þaðan örstuttan spotta niður að Nónholti.