Sunnudaginn 9. maí, kl. 15:00 verða tónleikar barnakóranna í Grafarvogskirkju.
Börnin hafa verið dugleg að mæta á æfingar og syngja við guðsþjónustur safnaðarins. Í þetta sinn ætla þau að flytja okkur uppáhalds lögin sín og bjóða okkur að koma og stíga inn í gleðina með þeim.
Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.