Mánudaginn 3. maí n.k. verður hin árlega vorferð Safnaðarfélags Grafarvogskirkju. Að þessu sinni verður gamla varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli skoðað og vera Varnarliðsins rifjuð upp. Kvöldkaffi verður drukkið á Top Of The Rock.
Leiðsögumaður er Hörður Gíslason.
Lagt verður af stað frá kirkjunni stundvíslega kl. 19:30 og komið til baka 23:00 – 23:30.Þátttökugjald er 1.200 kr. og er kvöldkaffið innifalið.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 587-9070 í síðasta lagi fyrir hádegi 3. maí.