Sunnudaginn 2. maí verður barnastarfshátíð í Grafarvogskirkju.
Við byrjum á sunnudagaskóla kl. 11:00, bæði í kirkjunni og í Borgarholtsskóla, en að þeim loknum verður mikið húllum hæ við Grafarvogskirkju. Börnin úr sunnudagaskólanum í Borgarholtsskóla fara niður í kirkju ásamt fjölskyldum sínum þar sem verður hoppukastali, leikir og ýmislegt skemmtilegt. Einnig verður boðið upp á grillaðar pylsur og djús.
Tilvalið fyrir fjölskyldur að koma saman og eiga góða notalega stund.
Hlökkum til að sjá þig í sumarskapi.