Grafarvogskirkja
Guðsþjónusta kl. 11:00. Séra Guðrún Karlsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Hákon Leifsson og kór kirkjunnar syngur.
Sunnudagaskóli er á neðri hæð kirkjunnar á sama tíma. Umsjón hafa Guðrún Loftsdóttir og séra Lena Rós Matthíasdóttir.

Borgarholtsskóli – Kamilla og þjófurinn
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00. Séra Bjarni Þór Bjarnason þjónar ásamt Gunnari Einari Steingrímssyni, djákna. Stoppleikhópurinn sýnir leikritið „Kamilla og þjófurinn“