Guðsþjónusta kl.11 tileinkuð messuþjónum kirkjunnar. Séra Lena Rós Matthíasdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór kirkjunnar syngur. Organisti er Hákon Leifsson.
Að lokinni guðsþjónustu boðum við saman léttan málsverð. Fræðsludeild biskupsstofu verður með erindi um bænabandið, bænir og íhugunaraðferðir. Allir velkomnir.
Sunnudagaskóli kl.11. Prestur séra Guðrún Karlsdóttir. Umsjón hefur Guðrún Loftsdóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson.
Guðsþjónusta kl. 11 í Borgarholtsskóla. Séra Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari. Vox populi syngur. Organisti: Guðlaugur Viktorsson.
Sunnudagaskóli á sama tíma. Umsjón hefur Gunnar Einar Steingrímsson.