Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson prédikar í Grafarvogskirkju.
Sunnudaginn 10. janúar kl.11 mun séra Jakob Ágúst Hjálmarsson, fyrrverandi dómkirkjuprestur prédika í Grafarvogskirkju. Þessi guðsþjónusta er tileinkuð safnaðartengslum við Afríku. Séra Bjarni Þór Bjarnason þjónar fyrir altari. Organisti er Hákon Leifsson og Kór Grafarvogskirkju syngur í athöfninni.
Að guðsþjónustu lokinni verður efnt til fundar með séra Jakobi Ágústi um safnaðartengsl við Afríku. Séra Jakob Ágúst hefur umsjón með safnaðartengslum af hálfu þjóðkirkjunnar og Kristniboðssambandssins. Hann mun sýna myndir frá Kenýju og ræða um mögulegan tenglasöfnuð Grafarvogskirkju í Afríku.
Boðið verður upp á kaffi og kleinur á fundinum.
Í Borgarholtsskóla verður fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00. Umsjón hafa Séra Guðrún Karlsdóttir, Gunnar Einar Steingrímsson djákni, Díana Guðmundsdóttir leiðtogi og Guðlaugur Viktorsson organisti.