Í umfjöllun sinni um kirkjuna segir Hilmar:
Grafarvogskirkja er mikilvæg bygging og þungamiðja Grafarvogshverfis og eitt af kennileitum þess. Kirkjan er áberandi séð frá Vesturlandsvegi og Gullinbrú og er svipmikil þegar komið er að henni.
Þó húsið sé lítið að grunnfleti er það áberandi í byggðinni og sameinar hana vegna forms og efnisvals. Þar falla saman þungt og dökkt form miðskipsins og ljósir og léttir fletir hliðarskipanna. Þessar andstæður þungur og léttur minna á andann og efnið.
Þú getur lesið meira um kirkjuna hér: