Áramótaguðsþjónusta aldraðra verður haldin í Seltjarnarneskirkju þriðjudaginn 5. janúar og hefst hún kl. 14:00. Prestur er sr. Sigurður Grétar Helgason.
Athugið! Brottför með rútu frá Grafarvogskirkju, verður stundvíslega kl. 13:30!
Litli kór Neskirkju syngur og leiðir almennan söng undir stjórn Ingu J. Backman, sem einnig syngur einsöng. Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson.
Kaffiveitingar verða eftir guðsþjónustuna í boði Seltjarnarneskirkju. Guðsþjónustan er samstarfsverkefni Ellimálaráðs Reykjavíkur- prófastsdæma og Seltjarnarneskirkju.