Sýnd verður sænska gamanmyndin Jalla! Jalla! í leikstjórn Jósef Fares en hann leikur einnig eitt aðal hlutverkið.
Myndin fjallar um Roro sem er úr líbanskri fjölskyldu en fæddur og uppalinn í Svíþjóð. Þegar hann loksins hefur safnað í sig kjarki til þess að bjóða kærustunni heim og kynna hana fyrir fjölskyldunni, er húsið fullt af ættingjum sem eru að skipuleggja brúðkaup hans og Líbönsku stúlkunnar, Yasmine.
Þetta er mynd um foreldra sem vilja halda fast í hefðirnar frá gamla landinu á meðan börnin þeirra hafa aðlagast siðum nýja landsins.
Sýningin er ókeypis!