Brúðkaup í Bíó er þema kirkjubíósins í Grafarvogskirkju á haustönn.
Fyrsta myndin sem verður sýnd 12. október kl. 20:00 heitir, Eftir brúðkaupið eða Efter brylluppet. Leikstjóri og höfundur sögunnar er Susanne Bier.
Jakob starfar á barnaheimili á Indlandi. Hann er danskur en hefur ekki búið í heimalandi sínu í tuttugu ár. Nú á að leggja barnaheimilið niður vegna fjárhagsvandræða en þá berst óvænt hjálp frá ríkum forstjóra í Danmörku. Eina skilyrðið fyrir hjálpinni er að Jakob komi sjálfur til Danmerkur og skrifi undir pappírana. Eftir fundinn býður sá ríki Jörgen í brúðkaup dóttur sinnar…
Næstu sýningar verða 2. nóvember og 30. nóvember.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!