Grfarvogskirkja: Sunnudaginn 6. september kl. 10 mun Hildur Hákonardóttir flytja stuttan fyrirlestur um kartöfluna í sögu og samtíð, en hún hefur skrifað merka bók um efnið.
Kl. 11 verður síðan uppskerumessa.
Í messunni verður þakkað fyrir uppskeru haustsins, gjafir Guðs. Séra Bjarni Þór Bjarnason þjónar fyrir altari og félagar úr Kartöflufélaginu lesa ritningarlestra.
Árni Johnsen syngur lagið „Í kartöflugörðunum heima“
Organist er Hákon Leifsson og Kór Grafarvogskirkju leiðir almennan safnaðarsöng.
Að messu lokinni munu kartöflu- og grænmetisuppskriftir liggja frammi ásamt því sem Sölufélag garðyrkjumanna verður með upplýsingaborð.
Sunnudagaskólinn hefst á sunnudaginn og verður kl. 11:00 á neðri hæðinni.
Borgarholtsskóli: Nú hefjast guðsþjónusturnar og sunnudagaskólinn í Borgarholtsskóla. Þennan fyrsta sunnudag verður þetta sameinað og boðið upp á fjölskylduguðsþjónustu. Umsjón hafa sr.Lena Rós Matthíasdóttir og Gunnar Einar Steingrímsson, djákni. Vox Populi syngur undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar.