Næstkomandi sunnudag þann 7. júní verður Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur í Grafarvogskirkju. Bænastund verður kl. 10:00 við Grafarvoginn við bátalægi, fornt naust sem er fyrir neðan kirkjuna sem er ein af þeim kirkjum landsins sem stendur næst sjó. Björgunarsveitarmenn úr Landsbjörg standa heiðursvörð við naustið.
Guðsþjónusta verður kl. 11 og þjónar séra Vigfús Þór Árnason fyrir altari.
Framkvæmdastjóri smábátaeiganda Örn Pálsson flytur hugleiðingu.
Sjómenn flytja ritningarorð.
Ragnar Bjarnason syngur sjómannlög.
Kór Grafarvogskirkju syngur.
Organisti: Hákon Leifsson.
Kaffi og kleinur eftir messu
Allir velkomnir