Þáttakendur eru úr strengasveitum Tónlistarskóla Grafarvogs, Skólahljómsveit Grafarvogs, Unglingakór og barnakórar Grafarvogskirkju.
Í lok tónleikanna verða seldar vöfflur á vægu verði og rennur ágóðinn í ferðasjóð barnakóra Grafarvogskirkjunnar.
Grafarvogsbúar og aðrir eru hvattir til að koma og hlýða á skemmtilega dagskrá þessara frábæru barna. Aðgangur ókeypis.