Opið hús fyrir alla kl. 10:00-12:00. Viltu koma að hitta fók, lesa blöðin, drekka kaffi eða eitthvað annað?
Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12:00. Stutt messa og hádegisverður á eftir gegn afar vægu verði. Prestar kirkjunnar taka við fyrirbæna efnum.
„Leiðin inn á við“, kristin íhugun kl. 17:30-18:00. Þessi íhugunaraðferð hefur verið iðkuð í bænar- og íhugunarklaustrum frá fornu fari og er leið sem getur hentað fólki á öllum aldri. Í íhuguninni opnum við hug og hjarta hljóðlega í þögn sem breytir okkur til hins betra.