Hið árlega páskaeggjabingó Safnaðarfélags Grafarvogssóknar verður haldið í kvöld, mánudaginn 6.apríl klukkan 19.30. Samkvæmt venju verður spilað um fjölmörg glæsileg páskaegg. Þetta er kjörinn vettvangur fyrir fjölskylduna til þess að koma og eiga skemmtilega kvöldstund saman.