Barnastarfshátíð Prófastsdæmisins verður haldin í 5. sinn í Grafarvogskirkju sunnudaginn 8. febrúar kl. 11.00. Markmið hennar er að bjóða sunnudagaskólum kirknanna að koma saman til hátíðar og finna sig í hinum stóra og breiða hópi barna sem sækir hinar ýmsu kirkjur.
Barnastarf kirkjunnar er öflugt og kraftmikið þar sem börn, foreldrar, afar og ömmur geta notið þess að eiga saman uppbyggilega stund í kirkjunum sínum. Í fyrra mættu á milli 750 og 800 manns á hátíðina og heppnaðist hátíðin í alla staði mjög vel.
Að þessu sinni mun Björgvin Franz Gíslason leikari og umsjónarmaður Stundarinnar okkar verða með okkur á hátíðinni.
Barnastarfshátíð prófastsdæmisins er árlegur viðburður, þar sem sunnudagaskólar kirknanna í Árbæ, Breiðholti, Grafarvogi, Grafarholti og Kópavogi sameinast um einn risa-sunnudagaskóla með miklu lífi, söng, fræðslu og skemmtun.