filmstrip

Fimmtudaginn 6. nóvember kl. 19:30 verður sr. Árni Svanur Daníelsson með kynningu á trúarstefjum í kvikmyndum. Árni Svanur starfar á biskupsstofu þar sem hann hefur umsjón með trúfræðslu á vefnum og er með sérstakar skyldur við Dómkirkjuna í Reykjavík.

Árni Svanur hefur haldið fjölda fyrirlestra um trúarstef, presta, bænir og fleira í kvikmyndum, bæði á Íslandi og erlendis. Hann vinnur nú að doktorsritgerð í þessum fræðum. Árni Svanur er starfsmaður biskupsstofu og hefur kennt nokkur námskeið við Guðfræðideild Háskóla Íslands. Nú á haustönn var hann einn leiðbeinenda á námskeiði um trúarstef í kvikmyndum við Háskólann. Í kynningu á því námskeiði sagði hann:

„Kvikmyndin er einn mikilvægasti miðill samtímans og bíómyndir og sjónvarpsþættir eru stór hluti af daglegu lífi okkar allra. Margir líta fyrst og fremst á kvikmyndir sem afþreyingu, aðrir sem listaverk. Góð kvikmynd getur verið hvort tveggja en hún getur jafnframt verið vettvangur fyrir lífsspurningar.“

Allir velkomnir!