Stofnfundur Listfélags Grafarvogskirkju í kvöld kl. 20:00.
Fiðlusveit Tónskóla Grafavogskirkju leikur.
Rithöfundarnir Ísak Harðarson og Vilborg Dagbjartsdóttir flytja trúarljóð.
Fimmtudaginn 22. maí kl. 20:00 verður Listfélag Grafarvogskirkju stofnað. Síðustu misserin hefur undirbúningshópur unnið að því að móta lög og setja fram stefnumarkmið Listfélagsins. Góðar upplýsingar frá Listvinafélagi Hallgrímskirkju og Listafélagi Langholtskirkju hafa hjálpað til. Undirbúningshópurinn hefur unnið að listviðburðum í kirkjunni eins og að koma upp myndlistarsyningu Magnúsar heitins Kjartanssonar og einning stóð hópurinn fyrir listavöku á aðventu þar sem svo nefnd Grafarvogsskáld fluttu valda kafla úr ný útkomnum bókum sínum og fiðlusveit Tónskóla Grafarvogs lék.
Í gegnum árin, en Grafarvogssókn sem er 18 ára gömul hafa verið haldnar þó nokkrar myndlistarsýningar og ekki þarf að nefna það að fjöldi tónleika í kirkjunni hefur verið mikil. Ekki hafa allir þeir sem hafa viljað flytja tónlist sína í kirkjunni komist að eins og til dæmis á aðventunni. Kirkjan er talin mjög gott tónlistarhús og þessvegna er til staðar mikil tilhlökkun á safnaðarfólki og tónlistarfólki að fá í kirkjuna vandað orgel sem verður væntanlega vígt á tíu ára vígsluafmæli kirkjunnar í júní mánuði árið 2010.
Í drögum að lögum Listfélagsins segir m.a. Tilgangur félagsins er að efla listalíf í Grafarvogssókn. Með markmiðum sínum hyggst félagið ná því aða virkja sönfuðinn og styrkja þátt fagurra lista í helgihaldi Grafarvogskirkju og gangast fyrir listrænu starfi kirkjunnar.
Undirbúninghópurinn mun á fundi sínum, stofnfundinum bera fram eftirfarandi einstaklinga til stjórnarsetu í Listfélaginu:
Einar Má Guðmundsson rithöfund sem formann. Aðrir í stjórn og varastjórn í stafrófsröð: Aðalstein Ingólfsson listfræðingur, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir textilhönnuður og kórfélagi, Guðbjörg Lind Jónsdóttir myndlistarmaður, Kristín Marja Baldursdóttir rithöfundur, Pálmi Gestsson leikari og Sigmundur Ernir Rúnarsson ritstjóri og rithöfundur.
Á sofnhátíðinni mun fiðlusveit Tónskóla Grafarvogs leika
Rithöfundarnir Vilborg Dagbjartsdóttir og Ísak Harðarson munu flytja trúarljóð.
Lög félagsins verða kynnt og kosið verður til stjórnar.
Kaffi og veitingar.
Ekki þarf að geta þess að allir eru boðnir velkomnir á fundinn. Félagatal er ekki bundið við sóknarbörn.
Verið með og gerist stofnfélagar.