Uppselt var á Minningartónleika Bergþóru Árnadóttur 15. febrúar síðastliðinn. Vegna mikillar eftirspurnar eftir aukatónleikum hefur verið ákveðið að verða við því. Tónleikarnir verða haldnir laugardaginn 5. apríl í Grafarvogskirkju og hefjast þeir klukkan 20:30. Miðar eru seldir á midi.is og við innganginn. Miðaverð er kr. 3.000.
Uppselt var á Minningartónleika Bergþóru Árnadóttur 15. febrúar síðastliðinn. Vegna mikillar eftirspurnar eftir aukatónleikum hefur verið ákveðið að verða við því. Tónleikarnir verða haldnir laugardaginn 5. apríl í Grafarvogskirkju og hefjast þeir klukkan 20:30. Miðar eru seldir á midi.is og við innganginn. Miðaverð er kr. 3.000.
Minningartónleikar eru liður í að heiðra minningu söngvaskáldsins og baráttukonunnar Bergþóru Árnadóttur, en hún lést langt fyrir aldur fram í mars 2007.
Margir af okkar frambærilegustu söngvurum og hljóðfæraleikurum munu klæða tímalaus lög Bergþóru í nýjan búning. Þeirra á meðal eru Páll Óskar, Magga Stína, Hansa, Ragnheiður Gröndal, Svavar Knútur, Jón Tryggvi Unnarsson, Hjörleifur Valsson, Björgvin Gíslason Tatu Kantomaa, Ástvaldur Traustason, Birgir Bragason og Steingrímur Guðmundsson.
Nýlega gaf Dimma út 5 diska safn með tónlist Bergþóru sem spannar allan hennar tónlistarferil, hægt er að fá safnið á sérstöku tilboðsverði á tónleikunum.