Séra Guðrún Karlsdóttir hefur verið valin prestur í Grafarvosprestakalli.
Guðrún Karlsdóttir lauk embættisprófi frá Háskóla Íslands árið 2000. Hún var vígð til prests 11. janúar 2004 í dómkirkjunni í Gautaborg í Svíþjóð þar sem hún hefur búið um árabil. Guðrún hefur starfað sem prestur á Gautaborgarsvæðinu frá 2004.
Á fundi valnefndar Grafarvogssóknar 27. nóvember var séra Guðrún Karlsdóttir, sóknarprestur í Svíþjóð, valin til að gegna embætti prests í Grafarvogsprestakalli.
Séra Guðrún lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 2000. Hún hefur verið búsett í Svíþjóð síðasliðinn átta ár og var vígð til prests 11. janúar 2004 í dómkirkjunni í Gautaborg.
Séra Guðrún hefur starfað sem prestur á Gautaborgarsvæðinu frá vígslu. Fyrst eitt ár sem prestur í Nëset söfnuði en gegnir nú embætti sóknarprests í einu umdæmi Lerum safnaðar.
Séra Guðrún hefur víðtæka og áralanga reynslu á sviði barna- og æskulýðsstarfs í Þjóðkirkjunni, áður en hún hélt utan, sem og í sænsku kirkjunni. Séra Guðrún hefur jafnframt góða reynslu af starfi með eldri borgurum.
Eiginmaður séra Guðrúnar er Einar Sveinbjörnsson, prófessor í rafmagnsverkfræði og eiga þau tvö börn.
Í lok umsóknar sinnar um embætti prests í Grafarvogsprestakalli segir Guðrún orðrétt: Það er von mín að starfskraftar mínir fái notið sín í Grafarvogssöfnuði og að köllun mín til booðunar fagnaðareridisins fái farveg meðal íbúa safnaðarins.
Grafarvogssöfnuður býður séra Guðrúnu innilega velkomna til starfa.