Sunnudaginn 21. október var opnuð myndlistarsýning í Grafarvogskirkju til að heiðra minningu Magnúsar Kjartanssonar myndlistarmanns.

Sunnudaginn 21. október var opnuð myndlistarsýning í Grafarvogskirkju til að heiðra minningu Magnúsar Kjartanssonar myndlistarmanns.

Magnús Kjartansson var fæddur þann 4. ágúst 1949 í Reykjavík. Hann lést fyrir aldur fram árið 2006. Eftirlifandi eiginkona hans er leirlistarmaðurinn Kogga, Kolbrún Björgólfsdóttir.

Magnús lauk stúdentsprófi frá MR 1969. Var við nám í grafík og listmálun við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1969-1972. Hann stundaði nám í listmálun við Konunglegu dönsku listakademíuna 1972-1975. Magnús hélt margar einkasýningar á myndverkum sínum og tók þátt í mörgum samsýningum heima og erlendis.

Magnús var einn af stofnfélögum Nýlistasafnsins og Gallerís Sólon Ísalndus. Hann var kennari og prófdómari við Myndlista- og handíðaskóla Íslands til margra ára, auk þess var hann samstarfsmaður eiginkonu sinnar Koggu við hönnun og gerð leirverka síðastliðin 25 ár.

Magnús fékk margar viðurkenningar og verðlaun sem myndlistarmaður. Meðal annars fékk hann verðlaun í alþjóðlegri samkeppni myndlistarmanna í Lúxemborg 1972, Menningarverðlaun DV 1986 og starfslaun listamanna: 1980, 1984, 1988, 1990, 1994, 1998 og 2002.

Myndverkaskrá á sýningunni:

Kirkjusandur
1993
Olía, sag, tré, lím, sandur og steinar á striga, 225 x 350 sm

Næturganga
1992-1993
Olía, sag, tré, lím, sandur og steinar á striga, 230 x 350 sm

Noli me tangere (Snertu mig ekki)
1994
Olía, sag, tré og lím á striga, 60 x 134 sm

Memento (Minnstu þess)
1003
Olía, sag, tré og lím á striga, 180 x 374 sm

Feneyjaskólinn lll : Amor sacro e amor profano (Hin andlega og veraldlega ást)
1993
Olía, sag, tré og lím á striga, 180 x 382

Ascension (Upprisa)
1993
Olía, sag, tré og lím á striga, 180 x 180 sm

Sjá predikun Dr. Gunnars Kristjánssonar, prófasts Kjalarnesprófastsdæmis í messu 21. nóvember, í tilefni af opnun sýningarinnar.