Nú er að hefjast spennandi tímabil í starfi kóranna okkar. Á döfinni er að setja saman söngleik til flutnings í Grafarvogskirkju og e.t.v. víðar. Börnin fá þjálfun í söng, undir leiðsögn söngkennara og píanista í fyrsta flokki.
Nú er að hefjast spennandi tímabil í starfi kóranna okkar. Á döfinni er að setja saman söngleik til flutnings í Grafarvogskirkju og e.t.v. víðar. Börnin fá þjálfun í söng, undir leiðsögn söngkennara og píanista í fyrsta flokki.
Hér er tækifæri til að blómstra sönglega séð, hvort heldur sem er fyrir einsöngsraddir eða í kór. Hafir þú vitneskju um stelpu eða strák sem hefur unun af að syngja þá er þetta mikið tækifæri og áskorun.
Unglingakórinn tekur við stúlkum og drengjum á aldrinum 12-18 ára.
Barnakórinn tekur við stúlkum og drengjum á aldrinum 9-11 ára.
Skráning og aðrar upplýsingar er að fá hjá Svövu Kristínu Ingólfsdóttur í síma 867-7882 eða á netfanginu svavaki@simnet.is
Hlakka til að heyra í ykkur!