Næstu morgna verður mikið að gera í kirkjunni þegar leikskólar og grunnskólar hverfisins koma í heimsókn í kirkjuna sína.
Í dag, þriðjudag, komu börn frá leikskólunum Foldaborg, Foldakot, Funaborg, Klettaborg og Brekkuborg í heimsókn. Börnin sýndi helgileiki og sungu jólalög. Óhætt er að segja að börnin hlakki til jólanna og eru þau alveg með það á hreinu hvaða jólasveinn kemur fyrstur!