Námskeiðið er í boði Grafarvogssóknar og er því starfsfólki leikskólanna að kostnaðarlausu. Fjallað verður um
árangursríkt uppeldi, – það vex sem að er hlúð.
Grafarvogssókn býður starfsfólki leikskólanna í Grafarvogi á áhugavert námskeið laugardaginn 28. október nk., kl. 10:00-13:00.
Námskeiðið er í boði Grafarvogssóknar og er því starfsfólki leikskólanna að kostnaðarlausu. Námskeiðið fer fram í Grafarvogskirkju.
Með þessu móti vill kirkjan rétta fram hönd til þeirra og þakka þeim fyrir frábær störf í þágu samfélagsins. Störf þeirra eru afar mikilvæg, enda leggja þau grunn að velferð og framtíð barnanna í Grafarvogi. Góður leikskóli er hagur okkar allra.
Dagskrá námskeiðsins er eftirfarandi:
Kl. 10:00 Námskeiðið sett
Kl. 10:10 11:10 Árangursríkt uppeldi aðferðir sem virka í samskiptum við börn
Sæmundur Hafsteinsson, sálfræðingur og félagsmálastjóri í Hafnarfirði
Fyrirspurnir og umræður
Fimmtán mínútna kaffihlé
Kl. 11:25 12:25 – Sjálfsstyrking kvenna Það vex sem að er hlúð
Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir, prestur í Grensáskirkju Fyrirspurnir og umræður
Kl. 12:30 Hádegismatur
Kl. 13:00 Námskeiðinu slitið